Aida

Aida

Kaupa Í körfu

(Brugðið á leik ) Radames, Eþíópíukonungur og æðstipresturinn ÓPERAN Aïda eftir Giuseppe Verdi var sýnd í gærkvöldi fyrir fullu húsi í Laugardalshöllinni við mikla hrifningu áhorfenda. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék undir stjórn Rico Saccani. Einsöngvarar voru Kristján Jóhannsson, Lucia Mazzaria, Larissa Diadkova, Giancarlo Paquetto, Michail Ryssov, Guðjón Óskarsson, Þorgeir J. Andrésson og Sigrún Hjálmtýsdóttir. Kórar Íslensku óperunnar og Söngskólans í Reykjavík sungu ásamt Karlakórnum Fóstbræðrum undir stjórn Garðars Cortez. Sýningin var liður í dagskrá menningarborgarársins í Reykjavík. Fyrir sýninguna brá Kristján Jóhannsson, sem söng Radames, á leik ásamt Giancarlo Paquetto, sem söng hlutverk Amon Asro Eþíópíukonungs. Milli þeirra er Michail Ryssov, sem söng hlutverk æðstaprestsins Ramfis.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar