Kristján Jóhannsson - Aida

Þorkell Þorkelsson

Kristján Jóhannsson - Aida

Kaupa Í körfu

Áhrifamikið á köflum KONSERTUPPFÆRSLA Á AIDU Höfundur: Giuseppe Verdi. Stjórnandi: Rico Saccani. Einsöngvarar: Lucia Mazzaria, Larissa Diadkova, Micail Ryssov, Giancarlo Psquetto, Kristján Jóhannsson, Guðjón Óskarsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir og Þorgeir Andrésson. Kór Íslensku óperunnar, söngskólans í Reykjavík, undir stjórn Garðars Cortes og Karlakórinn Fóstbræður, undir stjórn Árna Harðarsonar. Fimmtudagurinn 10. febrúar, 2000. ÓPERA, um aldamótin 1600, var fyrst tónsett sem leikrit og voru slík verk ætluð til flutnings á grískum leikverkum, er samkvæmt kenningum fræðimanna voru talin hafa verið tónuð og dönsuð (samb. kórinn) en ekki töluð fram í kyrrstöðu. Mjög fljótlega breyttist óperan í röð söngverka og til viðbótar fór hljóðfæraleikur að skipta máli. Með tilkomu nýjunga í sviðtækni urðu óperusýningar ævintýralegt sjónarspil. Grand-óperan er hápunkturinn í þessu samspili leiks, myndar, hljóðfæraleiks og söngs og er Aida eftir Verdi eitt af glæsilegustu dæmum að þessu tagi. MYNDATEXTI: Kristján Jóhannsson söngvari og hljómsveitarstjórinn, Rico Saccani, þakkar fyrir sig að sýningu lokinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar