Hláturklúbbur

Sverrir Vilhelmsson

Hláturklúbbur

Kaupa Í körfu

Gleðin réði svo sannarlega ríkjum á samkomu Hláturklúbbsins í Gullsmára, félagsheimili eldri borgara í Kópavogi, í gærkvöldi. Klúbburinn, sem stofnaður var fyrir um ári og opinn er öllum eldri borgurum í Kópavogi, hittist ætíð síðasta þriðjudagskvöld í mánuði og er þá jafnan slegið á létta strengi og hlegið dátt. Gærkvöldið var engin undantekning; gamanyrðin í formi sagna af kynlegum kvistum ellegar vísna af ýmsu tagi fuku og allir skemmtu sér konunglega Sá er einmitt tilgangur félagsskaparins, því maður er manns gaman og óljúgfróðir menn hafa löngum sagt að hláturinn lengi lífið. Víst er að margir vildu þá Lilju kveðið hafa.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar