Skýrr ráðstefna

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Skýrr ráðstefna

Kaupa Í körfu

TALIÐ er að um 66% fyrirtækja í Þýskalandi og Bretlandi hyggist kaupa sér aðgang að kerfisleigu (Application Service Provider eða ASP) á næstu átjan mánuðum og um fjórðungur fyrirtækja í Skandinavíu ætlar að gera slíkt hið sama. Þetta kom m.a. fram á vorráðstefnu Skýrslufélags Íslands í síðustu viku. Með hugtakinu kerfisleigu er átt við það þegar fyrirtæki velja að leita til tölvufyrirtækis og láta það sjá um alla uppsetningu, vistun og rekstur hugbúnaðarkerfa sinna. Þau fyrirtæki sem velja þessa leið þurfa því ekki að reka sérstaka tölvudeild heldur greiða þjónustufyrirtækinu fast afnotagjald á mánuði fyrir afnot kerfa og aðra þjónustu. Fyrirtæki sem nýtir sér kerfisleigu flytur því í raun allan tölvurekstur sinn úr fyrirtækinu og til tölvufyrirtækisins sem það kaupir kerfisleiguna af. Reiknistofa bankanna er gott dæmi um sérhæfða kerfisleigu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar