Vígslubiskup í Viðey

Vígslubiskup í Viðey

Kaupa Í körfu

Á annan í hvítasunnu var óvenjuleg hátíðarmessa í Viðey þegar í fyrsta sinn í lútherskum sið hér á landi var líkt eftir þeim móttökum er biskupar fengu er þeir vísiteruðu klaustur í umdæmum sínum. Skálholtsbiskup, Sigurður Sigurðarson, kom þá siglandi til Viðeyjar á ferjunni Maríusúð í fullum biskupsskrúða með mítur og bagal en staðarhaldari og dómkirkjuprestar, organisti, kórfólk og söfnuður fögnuðu honum sem staðgenglar klausturfólks. Myndatexti: Frá hátíðarmessunni í Viðeyjarkirkju.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar