Ástkonur Picassos í Þjóðleikhúsinu

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Ástkonur Picassos í Þjóðleikhúsinu

Kaupa Í körfu

Þjóðleikhúsið Ástkonur Picassos ÆFINGAR eru nú hafnar í Þjóðleikhúsinu á írska leikritinu Ástkonur Picassos eftir Brian McAvera. Þar stíga fram sjö ástkonur listamannsins og segja sögu sína, hver með sínum hætti, en höfundurinn tengir saman á næman hátt ástir Picassaos og listsköpun hans. Leikritið er að hluta til byggt á eintölum kvennanna sjö en þær eiga einnig samtöl sín á milli þar sem þær skiptast á skoðunum um lífið með listamanninum. Í hlutverkum ástkvennanna eru Anna Kristín Arngrímsd., Lilja Guðrún Þorvaldsd., Helga E. Jónsdóttir, Guðrún S. Gísladóttir, Helga Bachmann, Margrét Guðmundsdóttir og Ragnheiður Steindórsdóttir. Leikstjóri er Hlín Agnarsdóttir og leikmynd og búninga hannar Rebekka Ingimundardóttir. Þýðendur verksins eru Ingibjörg Haraldsdóttir, Ingunn Ásdísardóttir, Steinunn Jóhannesdóttir, Iðunn og Kristín Steinsdætur og Hrafnhildur Hagalín. Frumsýning er fyrirhuguð í lok október. MYNDATEXTI: Leikstjóri, þýðendur og leikkonur sem æfa Ástkonur Picassos. MYDNDATEXTI: Leikstjóri, þýðendur og leikkonur sem æfa Ástkonur Picassos.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar