Mannafl

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Mannafl

Kaupa Í körfu

Árni Jóhannesson, verkefnastjóri hjá SI, Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Jón Birgir Guðmundsson, framkvæmdastjóri Mannafls og Ingibjörg Óðinsdóttir, verkefnisstjóri hjá Mannafli. frétt: Í GÆR undirrituðu Samtök iðnaðarins (SI) og ráðningastofan Mannafl (áður Ráðgarður og Gallup) samstarfssamning um milligöngu á ráðningu erlends vinnuafls. Á fundi sem haldinn var af þessu tilefni benti Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri SI, á að atvinnuleysi hér á landi væri ekki nema um eitt prósent og í raun vinni fleiri en vilji. Fyrirtækjum hafi því verið nauðsynlegt að leita út fyrir landsteinana eftir vinnuafli og dæmi séu um að íslensk fyrirtæki séu þegar farin að leita sér faglegrar aðstoðar við ráðningar útlendinga. Samningurinn við Mannafl nú sé gerður til þess að vel sé staðið að ráðningum, umsóknir fái greiða afgreiðslu í kerfinu og að erlendu starfsfólki séu tryggð þau réttindi sem tíðkist hér á landi. Sveinn sagði að sögur hafi verið uppi um að erlent starfsfólk hafi verið látið greiða "undir borðið" fyrir að fá að koma hingað til lands til starfa en með þessu séu allar greiðslur tengdar ráðningunni komnar upp á borðið og verði með sambærilegum hætti og við aðrar ráðningar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar