Anna Kristrún Einarsdóttir -BRCA

Anna Kristrún Einarsdóttir -BRCA

Kaupa Í körfu

Anna Kristrún Einarsdóttir var ein af þeim fyrstu hérlendis til að komast að því að hún bæri stökkbreytt BRCA2 gen, sem eykur líkur á krabbameini verulega, og jafnframt sú yngsta sem leitaði eftir þeirri vitneskju á sínum tíma. „Ég missti mömmu mína úr brjóstakrabbameini þegar ég var sextán ára. Nokkrum dögum áður en hún lést sagði hún mér að hún hefði fengið óljósar fréttir um að krabbamein gæti verið arfgengt. Hún vissi svo sem ekki meira um það og vissi ekki hvar væri hægt að leita þessara upplýsinga en bað mig um að fylgja þessu eftir og gá hvort ég gæti látið athuga með mig.“ Anna lét ekki tilleiðast alveg strax. „Þarna vissi hún greinilega í hvað stefndi en á þessum tíma var ég auðvitað enn þá í mikilli afneitun svo ég hugsaði ekkert mikið út í þetta. Eftir að hún lést og móðursystir mín lést mánuði og einum degi síðar þá ákvað ég að skoða þetta en þetta varð mín leið til að takast á við sorgina. Mamma bað mig um að gera þetta svo ég ákvað að reyna að komast að þessu.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar