Unnar Steinn Hjaltason forstjóri VHE

Unnar Steinn Hjaltason forstjóri VHE

Kaupa Í körfu

Allar lausnir klæðskerasaumaðar. Náið samstarf við álfyrirtækin á Íslandi hefur skapað tækifæri fyrir fjölskyldufyrirtækið VHE, Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar, til að selja íslenskt hugvit og tækjabúnað sem er framleiddur í húsakynnum fyrirtækisins í Hafnarfirði til um 30 álfyrirtækja úti um allan heim. Fyrirtækið hóf starfsemi í litlum skúr við Suðurgötu í Hafnarfirði árið 1971 en er nú orðið stórfyrirtæki með 10 dótturfélög og 650 starfsmenn víðs vegar um landið. Unnar Steinn Hjaltason, forstjóri VHE, segist vera stoltur af þeim mikla mannauði sem fyrirtækið búi að, þar sem reynsla og þekking hafi náð að koma fyrirtækinu áfram í þeim harða heimi sem fyrirtækið starfi í.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar