Áramót/Chandrika Gunnarsson - Indland

Ásdís Ásgeirsdóttir

Áramót/Chandrika Gunnarsson - Indland

Kaupa Í körfu

Chandrika Gunnarsson frá Indlandi Ferns-konar áramót ÁRAMÓTASIÐIR á Indlandi eru með ýmsu móti og talsvert flóknir, segir Chandrika Gunnarsson. Þar er bæði um að ræða trúarleg hátíðahöld og félagsleg og fara Indverjar af yngri kynslóðinni til dæmis út að skemmta sér 31. desember, líkt og Vesturlandabúar, og óska hver öðrum gleðilegs árs, án þess að dýpri merking sé þar að baki. MYNDATEXTI: MINNAST SKÖPUNAR HEIMSINS Chandrika Gunnarsson er eigandi Austur-Indíafélagsins og kynntist manni sínum, Gunnari Gunnarssyni, þegar þau voru við nám í Bandaríkjunum. Börn þeirra eru Jóhanna Preethi, 6 ára, og Ísar Nikulás, 7 ára. Ugadhi var helsta áramótahátíðin á heimili Chandriku, sem er frá Coorg, nálægt Bangalore á Suður-Indlandi, en ugadhi-dagur er annað hvort í mars eða apríl og er talinn marka upphaf sköpunar heimsins. Ugadhi subashane galu = Gleðilegt ár

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar