Gullfoss

Ragnar Axelsson

Gullfoss

Kaupa Í körfu

GULLFOSS er ávallt tignarlegur á að líta og ekkert síður í klakaböndum og vetrarskrúða en það vakti athygli ljósmyndara í gær að lítið vatn er í fossinum. Allar líkur eru taldar á að lítið vatnsrennsli stafi af óvenju miklum þurrkum á sunnan- og vestanverðu landinu að undanförnu. Skv. upplýsingum Veðurstofunnar hefur veðurlag verið óvenju stöðugt undanfarnar vikur og austan- og norðaustanáttir verið ríkjandi með mjög úrkomulitlu veðri um landið suðvestanvert. Horfur eru þó á að þetta sé að breytast og er því spáð að úrkomusvæðið sé að færast inn á suðvestanvert landið með slyddu eða snjókomu til að byrja með, en síðan slyddu eða jafnvel rigningu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar