Sæstrengur

Sæstrengur

Kaupa Í körfu

lagning nýs sæstrengs á milli Íslands og Írlands, en sæstrengurinn hefur fengið nafnið Íris. Vinnuvélar voru mættar í Hafnarvík við Þorlákshöfn, en úti fyrir ströndu var svo kaplaskipið Durable sem tekur við strengnum og mun leggja hann yfir Atlantshafið til Galway á Írlandi. Skipið kom til landsins á föstudaginn og var farið beint í að undirbúa lagninguna sem svo hófst formlega í morgun. Nýr sæstrengur til Írlands Frétt af mbl.is Nýr sæstrengur til Írlands Það eru starfsmenn bandaríska strengjaframleiðandans SubCom sem sjá um lagninguna. Strengurinn er í eigu Farice ehf., félags sem er í fullri eigu ríkisins, en félagið hefur síðustu ár unnið að und­ir­bún­ingi lagn­ing­ar nýja strengs­ins en með hon­um er nokk­urn veg­inn tryggt að landið verði aldrei sam­bands­laust. Fyr­ir eru tveir fjar­skipt­a­streng­ir, Farice 1, sem ligg­ur til Skot­lands með teng­ingu við Fær­eyj­ar, og Danice sem ligg­ur til Dan­merk­ur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar