Stóra brauðtertumálið

Hákon Pálsson

Stóra brauðtertumálið

Kaupa Í körfu

Íslandsmeistaramótið í brauðtertugerð var haldið í húsnæði Bræðranna Ormsson um helgina Ég bara man ekkert hver vann, elskan mín, ég mætti bara þarna í Ormsson og smakkaði terturnar, við vorum að velja fallegustu, bestu, frumlegustu og mest elegant brauð- tertuna,“ segir Margrét Sigfúsdótt- ir, formaður dómnefndar á Íslands- meistaramótinu í brauðtertugerð, í samtali við Morgunblaðið en mótið fór fram á laugardaginn í húsnæði Bræðranna Ormsson. „Nú ætli það sé ekki af því að ég er matreiðslukennari til margra ára og fyrrverandi skólastjóri Hús- stjórnarskólans, ég er hætt því núna, orðin allt of gömul,“ svarar Margrét fyrirspurn um hvernig á því standi að hún sé í dómnefndinni en hún hefur verið viðloðandi mat- argerð allar götur síðan 1968. „Brauðtertan er svo mikið að koma inn aftur eftir tröllasögur um að majónes væri æðakítti vegna eggjanna og kólesterólsins; svo var það ekki þannig en terturnar eru ægilega hitaeiningaríkar,“ segir Margrét.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar