Páll Jónsson GK

Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Páll Jónsson GK

Kaupa Í körfu

Páll Jónsson GK - Jónas Ingi Sigurðsson - Vísir hf. - Benedikt Páll Jónsson - Sjávarútvegur - útgerð - Landað úr konungi línuveiða Fiskur um allan sjó og þorskur er í sókn, segja sjómenn sem eru bjartsýnir nú í byrjun vetrarvertíðar. Oft er Vísisbát- urinn Páll Jónsson GK kallaður konungur línuveiðiflotans og víst er áhöfnin fiskin. Báturinn kom inn til Hafnar- fjarðar nú í vikunni, þar sem löndunargengi beið tilbúið og hafði hraðar hendur við störf. Eftir einnar viku túr á vesturmiðum var aflinn 82 tonn; þorskur því sem næst til helminga á móti ýsu, löngu og keilu. „Ráðgjöf fiskifræðinga er kannski 2-3 árum á eftir veruleikanum. Sjálfsagt má því búast við meiri þorskkvóta á næstu árum, en upplifun sjómanna af aflabrögðum er ekkert í samræmi við hvað vísindin segja,“ segir Benedikt Páll Jónsson skipstjóri.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar