Dagbók ljósmyndara

Þorkell Þorkelsson

Dagbók ljósmyndara

Kaupa Í körfu

Skriðdrekastjórinn sem nú ekur snjóbíl LEVINSKI PESKI, Síberíu. 1. mars 2001. Ivan Ladutko er fyrrum skriðdrekaökumaður og hefur af þeim sökum ferðast víða um þau ríki sem áður mynduðu ríkjasamband Sovétríkjanna. ENGINN MYNDATEXTI. --------------------------------------------------------------------------------------- 19.02.2001.Rússland ,Síbería Levinski Peski. Ivan Ladutko er fyrrum skriðdreka ökumaður og hefur af þeim sökum ferðast víða um þaug ríki sem áður mynduðu ríkjasamband Sovétríkjanna. Þegar farið var að skera niður í heraflanum sá hann frammá að hann gæti misst starfið , en ákvað að veðra fyrri til enda saknaði hann heimahagana . Nú starfar hann við að flytja fólk og byrgðir á milli staða í nágrenni Dudinka .Ég ók með honum spottakorn og hann baðaði út höndum og talaði heilmikið við mig á rússnesku sem ég skil ekki bofs og skipti það hann engu að túlkurinn var ekki viðstaddur.Ivan er hinn alúðlegasti maður eins og langflestir rússar sem ég hef kynnst . Þeir eiga það reyndar til að vera frekar kaldir og hranalegir í fyrstu en um leið og komið er innfyrir skelina þá er eins og maður eigi í þeim hjartað .Ivan er þar engin undantekninng hann faðma mig í bak og fyrir og klapp mér hraustlega i bakið þegar við kvöddumst , mér sýndist iðeigandit að svara í sömu minnt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar