Guðmundur Marteinsson

Þorkell Þorkelsson

Guðmundur Marteinsson

Kaupa Í körfu

30% verðlækkun á eggjum í Bónusi Í gær lækkaði verð á eggjum um 30% í Bónusi og mun sú lækkun standa að minnsta kosti út árið. Venjulegt kílóverð á eggjum hefur fram til þessa verið 339 krónur í Bónusi en er nú selt á 237 krónur. "Við kaupum öll egg af Stjörnueggjum á Kjalarnesi og er þetta viðleitni Bónuss og Stjörnueggja í viðnámi gegn verðbólgu sem nú stendur yfir," segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss. Hann segir að 30% verðlækkun sé mikil lækkun á þessari vörutegund í heimiliskörfunni en Bónus seldi á síðasta ári um 300 tonn af eggjum. MYNDATEXTI: Verðlækkun á eggjum stendur út þetta ár a.m.k.. bónus

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar