Agnar Erlingsson t. v. og Kjell H. Halvorsen

Agnar Erlingsson t. v. og Kjell H. Halvorsen

Kaupa Í körfu

Sæmdur norskri heiðursorðu AGNAR Erlingsson, aðalræðismaður Noregs í Reykjavík og framkvæmdastjóri Norske Veritas á Íslandi, hefur af Haraldi Noregskonungi verið útnefndur til riddara hinnar konunglegu norsku heiðursorðu, "Ridder av første klasse av Den kongelige norske fortjenstorden". Agnar hlaut heiðursmerkið fyrir starf sitt sem aðalræðismaður Noregs á Íslandi og veitti því viðtöku úr hendi sendiherra Noregs, Kjell H. Halvorsen (t.v.), á fundi sem haldinn var í sendiráðinu nýlega fyrir alla ræðismenn Noregs hér á landi. ( Norski sendiherrann afhendir Agnari Erlingssyni konunglegu norsku heiðursorðuna. )

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar