Ballerínur framtíðarinnar

Ballerínur framtíðarinnar

Kaupa Í körfu

Ballerínur framtíðarinnar ÞESSAR fínu ballerínur virðast ekki vera með neinn sviðsskrekk þar sem þær bíða þess að stíga á stóra sviðið í Borgarleikhúsinu til að sýna foreldrum sínum hvað þær lærðu í vetur. Á annað hundrað nemendur í Ballettskóla Guðbjargar Björgvins sýndu listir sínar á skólasýningu í Borgarleikhúsinu á þriðjudagskvöld fyrir fullum sal. Þessar ungu stúlkur eru á aldrinum 4-6 ára og hver veit nema þarna fari ballerínur framtíðarinnar. Aðeins einn herra kom fram á sýningunni að þessu sinni og var það fimm ára ballettdansari. allur textinn

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar