Hræddist að detta fram af sviðinu

Söngkonan Shania Twain.
Söngkonan Shania Twain. AFP

Söngkonan Shania Twain opnar sig um Lymesjúkdóminn í nýrri heimildarmynd á Netflix. Hún segir veikindin hafa haft mikil áhrif á líf sitt, en hún féll í yfirlið í tíma og ótíma. Hún fann fyrir mikilum svima og átti erfitt með að halda jafnvægi. Um tíma hræddist hún það að falla fram af sviðinu.

„Áður en ég fékk greiningu svimaði mig mjög mikið. Ég datt út í nokkrar sekúndur í hverri mínútu og jafn vel á 30 sekúnda fresti,“ segir hún í Netflix mynd sinni.

Twain smitaðist af Lymesjúkdóminum árið 2003 þegar skógarmítill beit hana þegar hún var á hestbaki.

Söngkonan missti einnig röddina á tímabili og segir að röddin hennar muni aldrei vera eins og hún var áður. Hún hélt að hún væri búin að missa röddina til frambúðar og að hún gæti aldrei sungið aftur. Hún fór í fjölmagaraðgerðir til að ná röddinni sinni aftur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál