Íslenskur hönnuður slær í gegn í Bretlandi

Hönnun Kristjönu S Williams er stórbrotin og ævintýraleg.
Hönnun Kristjönu S Williams er stórbrotin og ævintýraleg.

Íslenskur hönnuður, Kristjana S. Williams, er að gera allt vitlaust í Bretlandi en umfjöllun um einstök verk hennar hefur birst í ótal blöðum eins og sjá má í myndasyrpunni sem fylgir þessari frétt.

Kristjana er útskrifuð sem grafískur hönnuður frá Central St Martin´s en tvítug opnaði hún verslunina Beyond the Walley þar sem hún kom vöru annarra hönnuða á framfæri og gekk sá rekstur afar vel. Fyrr á þessu ári ákvað Kristjana að opna sitt eigið hönnunarstúdíó, KSW studio og einbeita sér að eigin verkum. Segja má að það hafi verið rétt ákvörðun.

„Þegar ég byrjaði að einbeita mér að mínum verkum var eins og það yrði einhver sprengja og  það virðist ekkert lát ætla að verða á verkefnum,“ segir Kristjana þegar Smartland nær af henni tali. „Ég hef síðustu árin haft lítinn tíma fyrir það sem ég vildi gera sjálf.“

Verkefnin eru afar fjölbreytt. Um síðustu helgi fylgdi sérstakt jólablað Sunday Times, Liberty, en Kristjana hannaði forsíðu blaðsins. Þá hefur hún hannað fatnað, heimilisvöru og efni þar sem ótrúlegt töfralandslag og dýr eru í aðalhlutverki.

„Það eru þó grafísk verk eftir mig sem eru að vekja hvað mesta athygli núna en þau eru seld í takmörkuðu upplagi. En síðan eru líka hnattlíkön, veggfóður, púðar og fleira til sem hefur verið vinsælt.“

Af nýlegum verkefnum Kristjönu má nefna stór vegglistaverk sem gerð eru fyrir London Design Festval, einkasýningu í Outline Editions´temporary gallerí í Soho og þá hefur hún verið í samstarfi við hinn þekkta húsgagnaframleiðanda George Smith og veggfóðursfyrirtækið Cole & Son.

Veggfóður eftir Kristjönu S Williams.
Veggfóður eftir Kristjönu S Williams.
Forsíða Liberty sem fylgdi með Sunday Times um helgina og …
Forsíða Liberty sem fylgdi með Sunday Times um helgina og Kristjana hannaði.
Umfjöllun í The Times um Kristjönu.
Umfjöllun í The Times um Kristjönu.
Umfjöllun um verk hönnuðarins birtist í tímaritinu Kitchens, Bedrooms & …
Umfjöllun um verk hönnuðarins birtist í tímaritinu Kitchens, Bedrooms & Bathrooms.
Grein í Observer frá því í september.
Grein í Observer frá því í september.
Á forsíðu London Evening Standard í september.
Á forsíðu London Evening Standard í september.
Grein í Computer Arts tímaritinu frá því fyrr í haust.
Grein í Computer Arts tímaritinu frá því fyrr í haust.
Verk Kristjönu eru afar fjölbreytt eins og hnattlíkön sem hún …
Verk Kristjönu eru afar fjölbreytt eins og hnattlíkön sem hún hannar.
Kristjana S Williams.
Kristjana S Williams.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál