c

Pistlar:

14. september 2016 kl. 11:28

Eyja Bryngeirsdóttir (eyjab.blog.is)

Nýr lífstíll

Jæja það er ekki laust við að ég sé með fiðrildi í maganum og þau nokkur :) Í dag fer ég heldur betur út fyrir þægindarammann,ég var dregin út til þess að taka þátt í áskorun Sporthússins og Smartlands sem heitir nýr lífstíll og ég þáði það með þökkum. 

Í gær hitti ég Lilju einkaþjálfara í Sporthúsinu, Mörtu Maríu og þrjá aðra snillinga sem ætla að fara þetta ferðalag með mér og vá hvað mér leist vel á þennan hóp :)Fyrsta æfingin er í dag og eftir æfinguna verður vinnustofa með Anítu Sig þar sem við vinnum í hausnum á okkur.. ÉG ER TILBÚIN..

Eyja Bryngeirsdóttir

Eyja Bryngeirsdóttir

Stelpukona með flott markmið og stóra drauma Meira