c

Pistlar:

12. nóvember 2011 kl. 14:05

Þorbjörg Hafsteins næringarþerapisti (misst.blog.is)

Hákarl! Hákarl !

Fyrir rúmlega mánuði síðan tók ég þátt í köfunarleiðangri í Maldívu. Við vorum 10 manna hópur sem i 14 daga bjuggum um borð á litilli ferju ásamt tveimur divemasters og 5 manna áhöfn. Tilgangur ferðarinnar var að sækja innblástur í fegurð og spennu undirveröldinnar, down under, og skrifa um upplifun mína og reynslu á ferðalagi sem bauð upp á margar áskoranir og margvísleg ný viðhorf. Eitt af markmiðum mínum var að takast á við margra ára ótta minn við hákarla. Ég er ein af þeim mörgu sem eru með hákarla fóbíu, sem ég hef nært með því að sjá svo að segja allar þær kvikmyndir sem gerðar hafa verið um þessi "hræðilegu" skepnur hafsins. Ég hef þannig séð allar Jaws myndirnar, Open water, og allar YouTube videóin um hákarlaárásir og þannig réttlætt ótta minn sem styrktist í hvert sinn. Nú var nóg komið fannst mér og tími til að sýna hugrekki og sigrast á þessarri fóbiu.

Ég vissi að það var óhjákvæmilegt að hitta á hákarla í Maldívu. Ég var búin að undirbúa mig og félaga minn um, að ég mundi sennilega bregðast illa við og að þetta mundi verða mjög erfitt fyrir mig. Þegar svo á reyndi, og ég sveif auglitis til auglitis ekki bara við einn heldur 5 white tips hákarla i einu þá gerðist......ekkert !! Eða þeas það gerðist allt mögulegt en enginn hræðsla eða ótti gerði vart við sig. Þvert á móti var ég heilluð af þessum tígurlegu skepnum og var uppnumin af æsingi að vera ekki hrædd ! Hey! Hvað var nú þetta ! Eftir öll þessu ár í ímyndun sem breyttis algjörlega þegar ég sá veruleikann eins og hann er.

Og er þetta ekki bara eitt dæmið um hvernig við búum til hræðslu, eða hindranir í staðinn fyrir að sjá hlutina í réttu ljósi. Þeir hafa verið margir, "hákarlarnir" í mínu lífi, sem ég hef látið stoppa mig af því að ég var óörugg eða hrædd.

Hvað heitir þinn hákarl ? " Það er erfitt að breyta um lífsstíl ", " Ég er þori ekki að breyta til ", " Ég vil heldur lifa innihaldslausu lífi því þar finn ég öryggi ", " ég er röng", " þori ekki að binda mig" , " þori ekki að sleppa " osfrv osfrv.

Þori ekki að taka á mataræðinu því það er svo erfitt. Hákarl! Hákarl !

Var að hlusta á konurnar sem tóku þátt í 10 ára yngri á 10 vikum, eftir samnefndri bók minni, og ég hugsa til þess, hvað þær voru í raun hræddar við að takast á við þessa áskorun fyrir 3 mánuðum síðan. Þær voru með ákveðnar fyrirfram mótaðar skoðanir á, hve erfitt það mundi vera en þegar allt kom til alls og þær fundu styrk og hugrekki til að breyta um formerki frá " þetta er svo erfitt" í " þetta er hægt og auðvelt ". Og raunin var sú, að þær eru enn allar á nýjum stað, orkumeiri, sjálfsstæðari, grannari og mun hugrakkari.

Það er ég líka. Núna get ég kafað hvar sem er í heiminum og þarf ekki að láta hákarlahræðslu stoppa mig !

Sjáumst

Þorbjörg

Þorbjörg Hafsteins næringarþerapisti

Þorbjörg Hafsteins næringarþerapisti

Næringarþerapisti, hjúkrunarfræðingur, lífsráðgjafi, yogakennari og rithöfundur 5 metsölubóka þ.á.m. 10 árum yngri á 10 vikum, Matur sem yngir og eflir og og safa og sjeik bókin Safarík orka, þýddar á 5 tungumál og fáanlegar á amazon.com Er með 25 ára reynslu í srarfi tengt heilsusamlegum lífsstíl og næringu. Búsett i Reykjavík og Kaupmannahöfn.

Meira

Myndasyrpur