Hversu oft á að stunda kynlíf?

Fólk ætti ekki að bera saman kynlíf sitt og til …
Fólk ætti ekki að bera saman kynlíf sitt og til dæmis vina og kunningja. mbl.is/Thinkstockphotos

Sama hvort fólk er ánægt með kynlífið sitt eða ekki þá veltir það því fyrir sér hvort það sé að stunda nógu mikið kynlíf. Er það að stunda jafnmikið kynlíf og annað fólk og brydda nógu oft upp á nýjungum í rúminu? Prevention fékk sérfræðinga til að skera úr um málið en svarið var ekki einfalt. 

Sérfræðingarnir segja eðlilegt að ganga í gegnum þurrkatímabil í kynlífinu og eru ástæðurnar mismunandi. Stress getur til að mynda verið ástæðan fyrir því að kynlífið er ekki í fyrsta sæti. 

Nánd eins og í kynlífi getur styrkt sambönd fólks. Það að stunda kynlíf reglulega er einnig sagt geta minnkað stress og aukið hamingju. 

Kynhvöt og aðstæður fólks eru ólíkar og því er ekki hægt að gefa upp ákveðna tölu um hversu oft fólk ætti að stunda kynlíf. Rannsókn frá árinu 2015 sýndi að fólk á aldrinum 26 til 55 ára stundaði að meðaltali kynlíf einu sinni í viku. Fólk sem stundaði kynlíf oftar var ekki hamingjusamara en þeir sem stunduðu kynlíf einu sinni í viku. 

Í staðinn fyrir að miða við einhverja tölu ætti fólk kannski frekar að hafa áhyggjur af kynlífinu ef það vill alls ekki stunda kynlíf, maki þeirra vill ekki stunda kynlíf eða því er sama hvort það stundar kynlíf einhvern tíman aftur. Það ætti kannski líka að hafa áhyggjur ef það man ekki hvenær það var náið maka sínum síðast, þar með talið að haldast í hendur eða kyssast. 

Hvert og eitt par er því eina fólkið sem er dómbært á hvort það sé að stunda „nógu“ mikið kynlíf. Þrátt fyrir að vinir þínir stundi kynlíf oft í viku þýðir það ekki að kynlíf tvisvar í mánuði sé ekki nóg fyrir þig. 

mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál