Sara Björk: Erfiðast að þurfa að sýna sig og sanna

Knattspyrnukonan og landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir tilkynnti í dag að hún hefði lagt landsliðsskóna á hilluna eftir afar farsælan feril.

Sara Björk, sem er 33 ára gömul, er leikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi með 145 A-landsleiki á bakinu en hennar síðasti landsleikur var gegn Portúgal í október í umspili um laust sæti á HM.

„Mér finnst ég alltaf þurfa að mæta, sýna og sanna mig,“ sagði Sara Björk í Dætrum Íslands, vefþáttum mbl.is sem framleiddir voru af Studio M, þar sem hún fór meðal annars yfir feril sinn með bæði félagsliði og landsliðið.

„Bak við allan árangurinn og titlana er ákveðin saga, eða leiðin sjálf, sem hefur verið ógeðslega erfið en samt svo skemmtileg og þroskandi.

Það hefur verið erfiðast að þurfa sýna sig og sanna alltaf, mæta á hverja einustu æfingu og ef þú ætlar að ná sem lengst þarftu að vera 100% alltaf,“ sagði Sara meðal annars.

Þáttinn um Söru Björk má nálgast í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.

Sara Björk Gunnarsdóttir átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum …
Sara Björk Gunnarsdóttir átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum eftir umspilsleikinn gegn Portúgal. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert