Blikar áfram í bikar

Leikmenn Breiðabliks fagna marki í kvöld.
Leikmenn Breiðabliks fagna marki í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þróttur og Breiðablik mættust í Laugardalnum í kvöld í átta liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í fótbolta. Leikurinn endaði 3:0 fyrir Breiðabliki, sem kemst áfram í undanúrslit.

Fyrri hálfleikurinn fór skemmtilega afstað og bæði lið mættu með mikinn kraft inn í leikinn. Agla María Albertsdóttir tók ekki langan tíma að koma sér á blað en hennar fyrsta mark skoraði hún á 6. mínútu. Telma Ívarsdóttir sendir boltann upp völlinn og boltinn endar fyrir Öglu Maríu. Hún tók hann með sér og fór í skot fyrir utan teig og þrumaði boltanum með hægri fæti í vinstra hornið, 1:0.

 Um 10 mínútum síðar var Agla María aftur á ferðinni með sitt annað mark. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir kom með sendingu á fjærstöngina þar sem Agla María var mætt. Hún hafði bæði tíma og pláss og lét boltann skoppa einu sinni, tók hann svo á bringuna áður en hún hamraði hann inn, 2:0 

Leikurinn var heldur jafn um tíma en undir lok fyrri hálfleiks voru Þróttarar líklegri til þess að skora og fengu dauða færi á 33. mínútu. Tanya Boychuk sendi frábæran bolta fyrir markið þar sem Freyja Katrín Þorvarðardóttir var í góðu færi en skallinn hennar misheppnast og fór í varnamann. Hann endaði þó aftur hjá Freyju sem fór í skot en Toni Pressley náði að skalla boltann frá, nánast af marklínu.

Þrátt fyrir sterka frammistöðu hjá Þrótt uppskáru þær ekki mark og Agla María var ekki komin með nóg af því að skora. Á 38. mínútu kláraði hún þrennuna sína eftir undirbúning frá Katrínu Ásbjörnsdóttir. Katrín vann boltann á miðjum vellinum og kom honum í hlaupaleið Öglu Maríu. Hún þakkaði fyrir það með því að koma boltanum með vinstri fæti í netið, 3:0.

Seinni hálfleikur byrjaði af krafti og bæði lið hungruð í mörk en ekkert kom. Bæði lið fengu ágætis færi en Þróttur gat ómögulega komið boltanum í netið. Á 63. mínútu átti Sierra Marie Lelii flottan sprett og kom boltanum fyrir Freyju en Telma Ívarsdóttir varði. Katherine Cousins í Þrótt átti flott skot fyrir utan teig á 68. mínútu en boltinn rétt yfir. Breiðablik fékk einnig fleiri færi en gekk jafn illa að koma boltanum í markið.

Leikurinn lauk því með 3:0 sigri Blika sem fara áfram í undanúrslit í bikar. Liðin mætast svo aftur næstkomandi miðvikudag í deildinni. 

Þróttur R. 0:3 Breiðablik opna loka
90. mín. Freyja með frábæra sendingu fyrir en boltinn fer liggur við í gegnum Sierru og burt.
mbl.is
Loka