Senegali samdi við Keflavík

Mamadou Diaw er nýr leikmaður Keflavíkur.
Mamadou Diaw er nýr leikmaður Keflavíkur. Ljósmynd/Keflavík

Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur komist að samkomulagi við Senegalann Mamadou Diaw um að leika með karlaliðinu á komandi tímabili.

Diaw er 23 ára gamall vængmaður sem getur einnig leikið í fremstu víglínu. Kemur hann frá Sandnes Ulf í Noregi.

Einnig hefur Diaw leikið með Bryne og Aalesund í Noregi.

Alls hefur hann leikið 50 leiki í B-deild Noregs með félögunum þremur og skorað fimm mörk ásamt því að spila 11 leiki með í úrvalsdeildinni þar í landi á árunum 2020 og 2022.

Á síðasta tímabili lék hann samtals 25 leiki í B-deildinni með Bryne og Sandnes Ulf og skoraði fjögur mörk fyrir Bryne.

Keflavík féll úr Bestu deildinni á síðasta tímabili og leikur því í 1. deild á komandi tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert