Logi spjallaði við Alexander-Arnold (myndskeið)

Logi Bergmann Eiðsson spjallaði við Trent Alexander-Arnold, leikmann Liverpool, eftir 2:1-sigur liðsins gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Alexander-Arnold skoraði fyrsta mark leiksins með fallegu skoti eftir vel útfærða aukaspyrnu. 

„Þetta var vel útfært hjá strákunum og það mikilvægasta var að skora. Það er alltaf sérstakt að ná að skora og ég er ánægður með sigurinn og stigin þrjú.

Við erum búnir að vera að vinna í föstum leikatriðum og við viljum skora fjölbreytt mörk. Við erum með stóra menn eins og Virgil (van Dijk) og Joel (Matip) og við viljum nýta það,“ sagði Alexander-Arnold, sem var augljóslega ánægður með sigurinn. 

„Þetta var stór leikur á móti sterku liði Chelsea sem er erfitt að vinna. Okkur tókst það og við erum ánægðir með sigurinn.“

Liverpool er með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar og með fullt hús eftir sex leiki. Eru margir byrjaðir að spá Englandsmeistaratitli hjá liðinu. 

„Það er of snemmt að tala um það. Við reynum bara að fara í alla leiki til að vinna þá. Það er bikarleikur í vikunni og við einbeitum okkur bara að honum,“ sagði bakvörðurinn ungi. 

Trent Alexander-Arnold og Virgil van Dijk fagna í dag.
Trent Alexander-Arnold og Virgil van Dijk fagna í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert