Hið fræga „drift“ á Switch-fjarstýringum gæti verið lagað

Nintendo Switch.
Nintendo Switch. Skjáskot/youtube.com/DetroitBORG

Eins og eflaust flestir Nintendo Switch-eigendur kannast við geta Joy-Con-fjarstýringarnar átt það til að byrja að „drifta“ með tímanum, þ.e.a.s. láta eins og verið sé að setja skipanir í stýripinna fjarstýringarinnar þó svo að í raun standi hann kyrr. Mætti jafnvel segja að þetta væri alræmt vandamál sem Nintendo Switch-eigendur þurfa að kljást við.

Lausnin gæti verið komin

Fyrr í þessum mánuði gaf Nintendo út útgáfu af Joy-Con-fjarstýringum með leiknum The Legend of Zelda: Skyward Sword HD. Ólíkt fyrri Joy-Con-fjarstýringum eru þessar með sérstökum púðum innan í hýsingunum hjá stýripinnum fjarstýringanna sem virðast þrýsta á ákveðinn hátt á stýripinnann. Eru kenningar á þann veg að þessir púðar séu til þess gerðir að komast hjá því að fjarstýringin fari að „drifta“ þegar líður á líftíma hennar, og væri slíkt mikil bót fyrir Nintendo Switch-eigendur ef svo er.

mbl.is