Tölvuleikjatónlist á setningarathöfn Ólympíuleikanna

Ólympíuleikarnir í Tókýó 2021.
Ólympíuleikarnir í Tókýó 2021. AFP

Einhverjir hafa eflaust kannast við tónlistina sem fylgdi setningarathöfn Ólympíuleikanna í ár sem fram fór síðasta föstudag. Japan, sem er gestgjafi Ólympíuleikanna í ár, valdi að hafa tölvuleikjatónlist á setningarathöfn sinni sem kom mörgum tölvuleikjaunnendum á óvart.

Tónlist úr vinsælum leikjum

Tölvuleikir hafa lengi verið hluti af japanskri menningu og hafa margir vinsælir tölvuleikir komið þaðan. Það má því segja að lagasyrpan sem spiluð var á meðan athöfnin var í gangi hafi táknað hluta þeirrar menningar í Japan.

Á athöfninni var m.a. spiluð tónlist úr vinsælum leikjum Dragon Quest, Kingdom Hearts, Sonic the Hedgehog og Final Fantasy, sem allir eiga það sameiginlega að hafa verið hannaðir í Japan.

Hægt er að sjá setningarathöfnina á vef RÚV, en henni var einnig streymt á YouTube-aðgangi Eurosport og er upptaka hér að neðan, sjón er sögu ríkari.

mbl.is