LAVA esports taplausir á toppnum

Turf Deildin í Rocket League hefst á morgun.
Turf Deildin í Rocket League hefst á morgun. Grafík/Turf Deildin

Fjórða umferð Turf Deildarinnar í Rocket League var leikin í gærkvöldi. Voru spilaðar fjórar viðureignir og má segja að úrslit kvöldsins hafi ekki komið neinum á óvart.

Rafík heldur áfram á sigurbraut

Fyrsta viðureign kvöldsins var á milli Rafík og KR, og samkvæmt tölfræði átti sá leikur að vera jafnasti leikur kvöldsins. Liðin voru fyrir leikinn jöfn stigum, en bæði lið höfðu sigrað tvær viðureignir. Rafík sigraði viðureignina 3-1, en allir leikirnir voru jafnir og spiluðu bæði lið vel.

Somnio áttu aldrei möguleika

Midnight Bulls og Somnio mættust í annarri viðureign kvöldsins. Nýliðar Midnight Bulls hafa byrjað tímabilið af krafti og spilað vel það sem af er tímabili. Samkvæmt tölfræði liðanna fyrir leikinn var Midnight Bulls líklegra til sigurs. 

Endaði viðureignin með 3-0 sópi Midnight Bulls og átti Somnio aldrei möguleika á að vinna. Vert er að taka fram að Somnio spilaði viðureignina með skiptimann, en byrjunarliðsmaðurinn Stormur var fjarri góðu gamni.

LAVA esports taplausir á toppnum

Topplið deildarinnar og eitt af botnliðunum mættust í þriðju viðureign kvöldsins. LAVA esports og Panda Bois mættust í óspennandi viðureign sem lauk með 3-0 sigri LAVA esports.

Sigur LAVA var aldrei í hættu, en sýndu þó Panda Bois baráttu og gáfust ekki upp fyrr en viðureigninni lauk. LAVA esports halda því toppsætinu og eru enn taplausir á toppi deildar. Panda Bois eru á botni deildarinnar án stiga ásamt oCtai Esports. 

Þór Akureyri nældu sér í sigur

Fjórða og síðasta viðureign var á milli Þór Akureyri og oCtai Esports. Byrjun tímabilsins hefur verið erfið og gengið brösulega fyrir bæði lið. Þór Akureyri hafði fyrir viðureignina tvö stig en oCtai Esports var á botninum ásamt liði Panda Bois án stiga. 

Þór Akureyri mættu til leiks og ágætlega, sem landaði þeim 3-0 sigri í viðureigninni. Er það fagnaðarefni að oCtai Esports sýndu mikla baráttu þrátt fyrir að vera án stiga, og má segja að þeir hafi staðið sig ágætlega miðað við fyrri viðureignir.

Tölfræðin lýgur ekki

Leikmenn LAVA esports sýna yfirburði í öllum jákvæðum tölfræðiþáttum, enda ekki við öðru að búast þar sem liðið er taplaust á toppi deildarinnar. Einnig sýnir LAVA esports yfirburði í tölfræðiþáttum liðanna.

Til gamans má get að LAVA esports hafa skorað 67 mörk samtals það sem af er tímabili, en það er 28 mörkum meira en næsta lið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert