Íslenskir leikmenn sýna tilþrif

Skjáskot/Rocket League

Bjarni, leikmaður 354 Esports í fyrstu deild Rocket League Ísland, eða Munxy eins og hann er oft kallaður, hefur undanfarin misseri verið duglegur að búa til myndbönd á YouTube síðu sinni þar sem hann sýnir frá leiknum Rocket League.

Samansafn af klippum leikmanna

Nýjasta myndband Bjarna er samansafn af klippum leikmanna úr samfélagi Rocket League Ísland. Í myndbandi sjást leikmenn úr samfélaginu leika listir sínar, og má sjá mörg flott tilþrif. 

Leikurinn Rocket League er einhverskonar bílafótbolti, þar sem leikmenn stjórna bílum með því markmiði að koma boltanum yfir marklínuna. Það er erfiðara en að segja það, en margir færir spilarar eru í samfélagi Rocket League Ísland og eru mörg falleg mörk í myndbandinu. Sjón er sögu ríkari.

mbl.is