Flutningur Quake gjaldfrjáls á milli tölva

Skjáskot frá leik á heimsmeistaramóti Quake sem fór fram í …
Skjáskot frá leik á heimsmeistaramóti Quake sem fór fram í sumar. Skjáskot/Twitch/Bethesda/Quake

Fyrirtækið Bethesda tilkynnti á vefsíðu sinni að tölvuleikurinn Quake sé orðinn aðgengilegur á fleiri leikjatölvunum.

Gjaldfrjáls flutningur á milli tölva

Tölvuleikinn má nú spila á leikjatölvunum PlayStation 5, Xbox Series X og S en þeir sem hafa keypt leikinn á PlayStation 4 eða Xbox One geta fengið leikinn gjaldfrjálsan á nýrri tölvu í sömu fjölskyldu.

Sumsé ef einstaklingur kaupir leikinn á PlayStation 4 getur hann nálgast leikinn gjaldfrjálst á PlayStation 5.

Íslendingar þekkja leikinn vel og var keppt í leiknum á frægustu LAN viðburðum Íslands, Skjálfta en lesa má tilkynninguna í heild sinni á vefsíðu Bethesda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert