Þórsarar enn ósigraðir

Þór Akureyri hafa enn ekki tapað leik í Vodafonedeildinni.
Þór Akureyri hafa enn ekki tapað leik í Vodafonedeildinni. Grafík/Vodafonedeildin

Þriðja umferð sjötta tímabils Vodafonedeildarinnar í leiknum Counter-Strike:Global Offensive hófst í gær þegar fyrri tveir leikir umferðarinnar voru leiknir. Þór Akureyri unnu gegn Ármanni og eru því enn ósigraðir á toppi deildarinnar.

Þór Akureyri og Ármann mættust í kortinu Dust 2. Fyrir leik höfðu Ármann unnið einn leik og tapað einum, en Þór Akureyri hafði unnið tvo leiki og tapað engum. Ármann áttu því möguleika á að jafna Þór Akureyri stigum í deildinni.

Áhlaup í lok leiks landaði sigrinum

Ármann byrjaði betur og tóku frammúr strax í byrjun en eftir sjö lotur leiknar var staðan 5-2 Ármanni í hag. Þórsarar voru ekki lengi að svara, unnu sex lotur í röð og leiddu í hálfleik, 6-9. Ármann byrjaði seinni hálfleikinn með því að vinna þrjár lotur í röð og jafna þannig leikinn. Á þessum tímapunkti var óljóst í hvora áttina leikurinn ætlaði. Ármann hinsvegar unnu ekki fleiri lotur í leiknum og tóku Þórsarar sjö lotna áhlaup og unnu leikinn 9-16. 

HuNdzi var besti leikmaður Ármanns, en mikilvægasti leikmaður leiksins var StebbiC0C0 í liðið Þór Akureyri. Þórsarar spiluðu vel og unnu verðskuldaðan sigur og sitja nú á toppi deildarinnar ósigraðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert