New World leikmönnum fækkar verulega

Grafík/Amazon Games/New World

Tölvuleikurinn New World náði gríðarlegum vinsældum strax við útgáfu leiksins en hefur leikmönnum fækkað gífurlega á einum mánuði.

Mest seldi tölvuleikurinn á Steam

New World kom út 28.september en nokkrum klukkustundum síðar voru um 800,000 leikmenn að spila samtímis og leikurinn kominn efst á lista yfir mest selda tölvuleikinn á forritinu Steam.

Þann 30.september náði leikurinn nýjum hæðum þegar tæplega milljón leikmenn spiluðu leikinn samtímis og hálf milljón einstaklinga fylgdust með í gegnum streymisveituna Twitch.

Leikmönnum fækkar hratt

Hefur leikmönnum sem og áhorfendum fækkað verulega því í dag eru einungis um 200,000 leikmanna sem spila samtímis og tæp 60,000 áhorfenda á Twitch.

Hér að neðan má sjá línurit af leikmönnum og áhorfendum New World en nánari upplýsingar má skoða hér.

Línurit þar sem sjá má virkni notenda tölvuleiksins New World …
Línurit þar sem sjá má virkni notenda tölvuleiksins New World og áhorfenda New World streyma á Twitch. Græna línan sýnir leikmenn og sú bláa áhorfendur á Twitch. Skjáskot/steamdb.info

Fagna hrekkjavöku

Fyrirtækið sem gaf út leikinn, Amazon Games, hefur unnið markvisst í því að laga leikinn því ýmsar gloppur og vandamál komu í ljós við útgáfu en telst það eðlilegt við útgáfu nýrra leikja sem þessa.

Fyrirtækið er virkt á Twitter og fagnar hrekkjavöku með myndböndum og fleiru en virðist einfaldlega ekki ná að halda leikmönnum sínum virkum ef marka má tölfræðina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert