Almenni í Valorant í beinni í kvöld

Deildin Almenni í Valorant er í beinni útsendingu öll mánudagskvöld.
Deildin Almenni í Valorant er í beinni útsendingu öll mánudagskvöld. Grafík/Almenni Valorant

Deildin Almenni í Valorant hefur verið í fullum gangi síðustu vikur, en á hverju mánudagskvöldi er sýnd ein viðureign deildarinnar í beinni útsendingu. Í kvöld mætast liðin Ninjas og Apple Pie.

Almenni í Valorant notast við stigakerfi, þar sem liðum var raðað í stiga eftir hæfileikastigum í upphafi mótsins. Lið keppast svo við að sigra liðin sem eru hærra í stiganum til að eigna sér þeirra sæti.

Fjórða umferð er leikin í þessari viku, en sex umferðir verða leiknar í deildinni og hefur ein viðureign í hverri umferð verið sýnd í beinni útsendingu á mánudagskvöldum.

Apple Pie geta nælt sér í fimmta sætið

Liðin Ninjas og Apple Pie mætast í kvöld í fjórðu umferð, en Ninjas eru í fimmta sæti og Apple Pie í því sjöunda. 

Ninjas hafa staðið sig vel á mótinu og unnið sig upp í stiganum. Apple Pie hafa staðið sig ágætlega, en sigri þeir viðureign kvöldsins geta þeir farið upp í fimmta sætið vegna þess að þeir eru lægri en Ninjas í stiganum.

Viðureign Ninjas og Apple Pie verður sýnd í beinni útsendingu í kvöld klukkan 21:00 á Twitch rás Rafíþrótta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert