Dune tölvuleikur í bígerð

Tölvuleikur byggður á vísindaskáldsögunni Dune er í bígerð.
Tölvuleikur byggður á vísindaskáldsögunni Dune er í bígerð. Skjáskot/YouTube

Nýjasta útfærslan á vísindaskáldsögunni Dune verður sjálfsbjargar tölvuleikur í opnum heim sem kemur frá sömu þróunaraðilum og gerðu tölvuleikinn Conan Exiles en síðan árið 1992 hafa komið út fimm Dune tölvuleikir.

Kvikmyndin Dune, með leikurunum Timothée Chalamet, Zendaya og Oscar Isaac, náði gífurlegum vinsældum og gekk vonum framar í miðasölu þegar hún var frumsýnd í október. Hún þénaði tvöfalt kostnaðarverð sitt og varð tíunda tekjuhæsta kvikmynd ársins 2021 ásamt því að hafa unnið til einna verðlaina og verið tilnefnd til elllefu.

UKKLEAR og Funcom munu vinna saman að þessum nýja Dune tölvuleik og verður beinagrindin að leiknum innblásin af tölvuleiknum Conan Exiles en gamingbible greinir frá þessu.

„Við erum þakklát Funcom fyrir að hjálpa okkur að færa Dune til nýrra áhorfenda,“ segir Kirk Lenke, Framkvæmdastjóri NUKKLEAR í tilkynningu.

„Við höfum stutt við og unnið saman að mörgum verkefnum í gegnum árin, en Dune verkefnið er það langstærsta hingað til. Teymið okkar tekur vel á móti áskoruninni og er öruggt með sérfræðiþekkinguna sem NUKKLEAR kemur með á borðið.“

Þar sem að Dune leikurinn er einungis á byrjunarstigi í þróunarferlinu er óvíst hvort að nánari upplýsingar liggji fyrir í náinni framtíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert