Kveðja Verdansk með tölvuleikjamóti

GameTíví.
GameTíví. Skjáskot/youtube.com/GameTíví

GameTíví ætla að kveðja kortið Verdansk tölvuleiknum Call of Duty: Warzone í kvöld með mótinu Bak í Bak en það er Duos mót þar sem ýmsir efnishöfundar og aðrir listamenn taka þátt.

Verdansk kortinu á að skipta út fyrir kortið Calderea þann 9. desember.

Keppt um áletraðan bikar

Er þetta í annað sinn sem GameTíví heldur slíkt mót og fer það þannig fram að sett verður upp einkarás (e. private server) í tölvuleiknum Warzone og spilað verður í tveggja manna teymum.

Gefin verða stig fyrir sex efstu sætin í hverjum leik, þá fær fyrsta sætið sex stig, fimmta sætið fær fimm stig og svo koll af kolli.

Sigurliðið fær að lokum bikar með nafninu sínu áletrað og segir Ólafur Þór, mótshaldari Bak í Bak, að stefnan sé tekin á að halda þetta mót árlega.

Frægir einstaklingar taka þátt

Meðal keppanda eru Sverrir Bergmann, Flóni, mennirnir í GameTíví streymunum, Steindi Jr. og félagar, stelpurnar í Queens og eins stelpurnar úr Babe Patrol. Donna Cruz, IceCold og Tommi úr Vodafone deildinni láta einnig sjá sig ásamt aðilum frá Nörd Norðursins og fleirum.

Hefst mótið klukkan 20:00 og verður streymt frá því á Twitch-rás Gametíví ásamt því að sýnt verður frá því á Stöð 2 Esports.

mbl.is