Fimmtán ný svæði í Caldera

Call of Duty fær nýtt kort til þess að spila …
Call of Duty fær nýtt kort til þess að spila á. Grafík/Activision Blizzard

Fimmtán ný svæði í kortinu Caldera í tölvuleiknum Warzone hafa verið opinberuð fyrir útgáfu kortsins.

Nýja kortið, sem verður gefið út og spilanlegt þann 8. desember fyrir leikmenn Call of Duty: Vanguard og þann næsta dag fyrir Warzone leikmenn, mun koma í staðinn fyrir austur evrópska kortið Verdansk og þá hleypa leikmönnum til kyrrahafseyjunnar Caldera.

Caldera býður upp á bæði innanhús sem utanhúss bardagasvæði en lengra inn í landinu er þyrping stórra bygginga. Eins finnast strendur og fiskiþorp úr bambus nálægt ósnertum frumskógi flugbrautarinnar.

Einnig verður hægt að spila á fornleifastað sem inniheldur leifar af mannvirkjum í frumskóginum og má finna þar fleiri óvænta hluti á borð við náttúrulaugar og hveri.

TechCodex greinir frá þessu og má finna nánari upplýsingar þar um kortið ásamt myndum af því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert