Kettir sem springa væntanlegir

Exploding Kittens eða Springandi Kettir eru á dagskrá hjá streymisveitunni …
Exploding Kittens eða Springandi Kettir eru á dagskrá hjá streymisveitunni Netflix. Í maí mun Netflix bjóða upp á Springandi Katta-tölvuleik sem teiknimyndaröð fylgir í framhaldi, en hún kemur út á næsta ári. Skjáskot/Twitter/Netflix Geeked

Streymisveitan Netflix tilkynnti nýlega um áform sín um að þróa nýja teiknimyndaröð og farsímaleik byggt á vinsælu borðspili, Exploding Kittens eða Springandi Kettir.

Leikurinn hefur verið lengi í safninu hjá áhugafólki um borðspil, og leikmenn geta jafnframt upplifað kjánalætin með því að hala niður útgáfu af spilinu í snjallsíma - annaðhvort í gegnum Google Play Store eða Apple App Store. 

Eilífðarátök himna og heljar 

Hinsvegar, með nýjum tölvuleik frá Netflix, geta leikmenn fengið aðgang að nýjum og sérstökum kortum við ræsingu. Þar má búast við fleiri kortum og dýpri leikjafræði sem byggist á teiknimyndaröðinni sem væntanleg er.

Springandi Kettir munu fylgja eilífðarátökum á milli himna og heljar þegar bæði Guð og djöfullinn eru sendir til jarðar - í líkama þykkra húskatta. 

Leikurinn á undan þáttunum

Teiknimyndaröðin verður þróuð af upprunalegu höfundum Springandi Katta, Elan Lee, og stofnanda The Oatmeal, Matt Inman.

Teiknimyndaröðin kemur þó ekki út fyrr en á næsta ári, en fyrr má búast við farsímaleiknum - áætlað er að hann komi út í næsta mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert