BEINT: Úrslit Stórmeistaramótsins

Stórmeistaramótið í Counter-Strike: Global Offensive er á vegum Rafíþróttasamtaka Íslands.
Stórmeistaramótið í Counter-Strike: Global Offensive er á vegum Rafíþróttasamtaka Íslands. Grafík/Rafíþróttasamtök Íslands

Komið er að úrslitastund í Stórmeistaramótinu en í kvöld keppast Dusty og Þór um Stórmeistaratitilinn og keppnisrétt í umspilsmóti fyrir Blast Series.

Úrslitin fara fram í Arena en þar geta áhorfendur fylgst með á stóra skjánum og nýtt tilboð á veitingastaðnum Bytes sem og á spilatímum.

Hægt er að horfa á úrslit Stórmeistaramótsins í beinni útsendingu hér að neðan, á Twitch-rás RÍSÍ og á Stöð2 Esport.


Naut og Kúrekar stóðu á sléttu

Fyrr í kvöld var upphitun og fór fram sýningarleikur þar sem Nautin hans Tomma og Kúrekarnir hans Kristjáns hömuðust á lyklaborðinu. Samfélagið kaus í liðin á samfélagsmiðlum RÍSÍ, en viðureignin átti að skera úr um hvor lýsandinn, Tommi eða Kristján væri betri CS:GO-spilari.

Viðureignin fór 1:1 svo engin niðurstaða fékkst þrátt fyrir mikla spennu en líkur eru á að Tommi og Kristján munu spila aftur seinna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert