Stórútsala Epic Games hafin

Stórútsala Epic Games er í fullu fjöri.
Stórútsala Epic Games er í fullu fjöri. Skjáskot/Epic Games Store

Komið er að árlegri útsölu hjá Epic Games, en hún hófst í dag og felur í sér fjölda leikja á afslætti auk nokkurra gefins tölvuleikja. Ofan á afslátt tölvuleikja, fá notendur 25% afsláttarmiða til þess að nota í hvað sem er á vefverslun Epic Games.

Útsalan hófst í dag en stendur yfir í fjórar vikur, eða fram að 16. júní. Yfir 1.600 tölvuleikir fást á allt að 75% afslætti og eru jafnvel nokkrir fríir. Meðal leikja sem eru á afslætti eru Tiny Tina's Wonderland, Ghostwire: Tokyo, Sifu, Far Cry 6 og fleiri.

Afsláttarmiðinn sem notendur Epic Games fá endurnýjast í hvert skipti sem greitt er - svo lengi sem greiðslan nemi 2.000 krónum fyrir skatt. Aukapakkar og hlutir innanleikjar teljast ekki með.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert