Tölvuleikir á TikTok ?

TikTok er vinsæll samfélagsmiðill, þar birtir fólk eða horfir á …
TikTok er vinsæll samfélagsmiðill, þar birtir fólk eða horfir á myndbönd af hvort öðru. AFP

Samfélagsmiðillinn TikTok er sagður vera að vinna í innleiðingu tölvuleikja í Víetnam, sem hluta af aukinni viðleitni til tölvuleikjaiðnaðarins. Þá munu TikTok-notendur geta spilað tölvuleiki í gegnum miðilinn.

Fréttamiðillin Reuters hefur þetta eftir fjórum aðilum sem þekkja til málsins, en innleiðing tölvuleikja myndi auka auglýsingatekjur TikTok sem og þeim tíma sem notendur verja á forritinu. 

Meir en milljarður

TikTok er nú þegar eitt vinsælasta samfélagsmiðlaforrit nútímans, en það býr að yfir milljarð daglegra notenda, og þar af eru 70% þeirra yngri en 35 ára.

Forritið er í eigu kínverska fyrirtækisins ByteDance, sem stefnir á koma upp tölvuleikjaspilun víðar í Suðaustur-Asíu.

Heimildarmenn kusu að koma ekki fram undir nafni þar sem upplýsingarnar hafa enn ekki verið opinberaðar. TikTok er samkvæmt þeim, nú þegar byrjað að prófa HTML5-leiki á forritinu í gegnum þriðja aðila og framleiðsluver á borð við Zynga.

„Við erum alltaf að leita nýrra leiða til þess að efla vettvanginn okkar og prófum reglulega nýja eiginleika og innleiðingar sem myndu færa samfélaginu aukið gildi,“ sagði fulltrúi TikTok í tölvupósti merktum Reuters.

mbl.is