Undrabarn nær erfiðasta takmarki Warzone

Kjarnorkusprengjan sett af stað.
Kjarnorkusprengjan sett af stað. Skjáskot/Warzone

Eitt flóknasta verkefni Call of Duty:Warzone er að vinna sér inn kjarnorkusprengju (e. Nuke) og virkja hana í leik. Þrátt fyrir það tókst einum ungum spilara að gera þetta, hinum 7 ára Taj.

Taj spilar Warzone með föður sínum, sem kallar sig „TheGigaDad“. TheGigaDad deildi á Twitter-síðu sinni að syni hans, Taj, hefði tekist að vinna sér inn og virkja Nuke þegar þeir spiluðu Warzone saman.

Hvernig fá spilarar Nuke?

Það er markmið margra sem spila leikinn að vinna sér inn Nuke en það getur verið krefjandi verkefni. Mörgum spilurum sem spila leikinn á hæsta stigi tekst það ekki. 

Til þess að fá Nuke þarf spilari fyrst að vinna 5 Warzone leiki í röð. Takist það fær spilarinn samning (e. contract) sem þarf að fylla út.

Í samningnum er röð verkefna sem þarf að ljúka, sem er ekki einfalt þar sem allir andstæðingar í leiknum sjá að viðkomandi spilari er að vinna í samningnum. 

Í myndskeiðinu sem TheGigaDad deilir á Twitter-síðu sinni sjást skemmtileg samskipti föður og sonar á því augnabliki sem Taj setur af stað kjarnorkusprengjuna með miklum fagnaðarlátum beggja. 

Taj er talinn yngsti leikmaður Warzone að takast að fá kjarnorkusprengjuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert