Telja framleiðendur ekki nenna að breyta til

Leikurinn er vinsæll og margir sem hafa miklar væntingar.
Leikurinn er vinsæll og margir sem hafa miklar væntingar. Skjáskot/2K

Körfuboltaleikurinn vinsæli, NBA 2K23, hefur fengið sinn skerf af gagnrýni undanfarið vegna verðlauna til spilara.

13. janúar hófst nýtt tímabil fyrir spilara en á tímabilinu geta spilarar klárað verkefni til þess að öðlast reynslustig sem virkja mismunandi verðlaun eftir því hversu mörg verkefni eru kláruð.

Eins og síðast

Lokaverðlaunin eru alltaf stærst en spilarar hafa þá þau markmið að fá sem flest reynslustig svo sé möguleiki að fá stóru verðlaunin.

Dæmi um verðlaun á nýja tímabilinu er dróni sem spilarar fá til þess að fljúga um kortið og leita hliðarverkefnum. Annað dæmi er sérstök útgáfa af spjaldi sem hægt er að safna en leikmaðurinn Zach Lavine prýðir spjaldið.

Spilarar hafa þó brugðist illa við stóru verðlaununum en þau eru þau sömu og í fyrri leik NBA, 2K22.

Einn spilari birti skjáskot á Reddit-síðu NBA 2K þar sem hann sýndi frá stóru verðlaunum en þar sést greinilega hvernig þetta eru nákvæmlega sömu verðlaun og síðast en framleiðendur leiksins höfðu ekki fyrir því að breyta hönnuninni á bílnum en á honum stendur „2K22“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert