Stefnir í met hjá fyrirtækinu

FIFA 23.
FIFA 23. Grafík/Electronic Arts

Tölvuleikjaframleiðandinn EA Sports gaf út á dögunum að leikur þeirra FIFA 23 væri að stefna í áttina að því að verða mest seldi FIFA leikur sögunnar. Salan á FIFA leikjaseríunni hefur risið um 50% prósent milli ára og virðist áhuginn fyrir leiknum vera meiri í Bandaríkjunum nú en áður fyrr. 

EA Sports hefur gefið út FIFA-leik síðan árið 1993 og hefur hann alla tíð verið mest seldi fótboltaleikur heims. FIFA 23 er þrítugasti leikurinn í seríunni. Leikurinn var á lista yfir mest seldu leiki í Bandaríkjunum árið 2022 með yfir 10,3 milljónir eintaka seldar í vikunni sem hann var gefinn út. 

Skjáskot/EASports

EA Sports missir nafnréttinn FIFA fyrir næsta leik þar sem samstarf EA og FIFA-fótboltasambandsins rann út í desember árið 2022. Því hefur EA tekið upp nýtt nafn fyrir leikinn en næsti leikur mun bera heitið EA Sports FC. Leikurinn heldur samstarfi sínu við stærstu deildir fótboltans. 

Værir þú til í að spila tölvuleik á íslensku?

  • Já klárlega
  • Nei helst ekki
  • Hef ekki sterka skoðun á því
mbl.is