Fólk spennt þrátt fyrir nýja útgáfu

Ný uppfærsla kom á dögunum.
Ný uppfærsla kom á dögunum. Mynd/MW2

Annað tímabil Call of Duty: Modern Warfare 2 og Warzone 2 kom út á dögunum en með því birti leikjaframleiðandinn skjal þar sem farið var yfir uppfærslurnar sem gerðar voru. Í skjalinu kemur þó einnig fram hverju má búast við í næstu uppfærslum.

Ný uppfærsla og nýtt tímabil

Í næstu uppfærslum má búast við nýjum kortum og nýjum leikjahömum (e. gamemode). Leikhamurinn Gunfight er líklegur að koma aftur í leikinn.

Leikhamurinn Gunfight.
Leikhamurinn Gunfight. Mynd/MW2

Gunfight er sérstaklega vinsæll hjá spilurum en þar keppa tveir og tveir saman í liði og reyna fella hitt liðið. Til þess fær liðið 40 sekúndur en takist það ekki á þeim tíma birtist fánastöng í miðju kortsins og hefst þá kapphlaup hvort liðið er fyrra til þess að ná fánastönginni. 

Tímabil tvö hófst 15. febrúar og því ekki búist við næsta tímabili á næstu vikum en oft líða nokkrir mánuðir milli tímabila. Í nýju uppfærslunni kom kortið Ashika Island sem líkist lítilli eyju í Asíu og margar lagfæringar á Warzone 2, sem hefur átt erfitt undanfarið vegna fjölda galla í leiknum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert