Táknberi dauðans spilað stórt hlutverk í hjónabandinu

Hjónin Eva Ösp Björnsdóttir og Sigtryggur Óskar Hrafnkelsson.
Hjónin Eva Ösp Björnsdóttir og Sigtryggur Óskar Hrafnkelsson. Ljósmynd/Gunnar Freyr

Margt er hjóna hjalið en þau Eva Ösp Björnsdóttir og Sigtryggur Óskar Hrafnkelsson fengu sér nýlega hjónahúðflúr af Kindred, í tölvuleiknum League of Legends, sem hefur spilað stórt hlutverk í ástarsambandi þeirra. 

Sagan á bak við húðflúrin hefst reyndar í aðdraganda brúðkaupsins þeirra, árið 2018, þegar þau voru að skoða og velja áletrun innan á giftingarhringana sína.

Tölvuleikjafígúran Kindred hefur spilað stórt hlutverk í ástarsambandi Evu Aspar …
Tölvuleikjafígúran Kindred hefur spilað stórt hlutverk í ástarsambandi Evu Aspar og Sigtryggs Óskars. Ljósmynd/Aðsend

Leikurinn fangaði hjörtu þeirra

Eva Ösp Björnsdóttir og Sigtryggur Óskar Hrafnkelsson í gervi tölvuleikjafígúrunnar …
Eva Ösp Björnsdóttir og Sigtryggur Óskar Hrafnkelsson í gervi tölvuleikjafígúrunnar Kindred úr League of Legends. Ljósmynd/Aðsend

„Við vissum að við vildum einhverja áletrun í hringana okkar og skoðuðum fullt af hefðbundnum frösunum, en fundum ekki það sem passaði vel við okkur,“ segir Eva Ösp í samtali við mbl.is en og bætir við að þau höfðu bæði spilað tölvuleiki af miklu kappi áður en þau kynntust.

Þegar þau voru nýbyrjuð saman var vinahópur þeirra byrjaður að spila tölvuleikinn League of Legends og má segja að sá leikur hafi gripið hug þeirra og hjörtu. Þau spiluðu saman flest kvöld í viku um nokkurra ára skeið og kíkja enn í leikinn annað slagið með vinum sínum.

„Þess vegna fannst okkur geggjuð pæling að nota tilvitnun frá Kindred í hringana okkar.“

Hafa hvort annað ávallt að 

Kindred er táknberi um dauðann í heim League of Legends, en hann var gríðarlega einmanna þar sem engum lá á að hitta hann.

Sagan um Kindred segir hann hafa tekið exi og klofið sig í tvennt til þess að mynda tvær persónur, lambið og úlfinn. Saman mynda þau hetjuna Kindred, og hafa hvort annað að alla tíð.

Frasinn „never one, without the other“, eða á íslensku „hvorki eitt, án annars“, varð fyrir vali þeirra og létu þau skrifa hann innan á hringana sína.

Kindred á toppi brúðkaupstertunnar

Það liggur augum uppi að Kindred og sagan hans hafi skotið rótum í hjörtum þeirra og skartaði jafnvel brúðkaupstertan sjálf styttu af Kindred á toppnum.

„Þetta hélt áfram, við fengum frábæra köku frá Sætum syndum í brúðkaupið sem skartaði Kindred-styttu á toppinum, og meira að segja föndruðum grímurnar þeirra úr EVA-froðu fyrir hrekkjavökupartý hér um árið.“

Brúðkaupsterta Evu Aspar Björnsdóttir og Sigtryggs Óskars Hrafnkelsson skartaði tölvuleikjafígúrunni …
Brúðkaupsterta Evu Aspar Björnsdóttir og Sigtryggs Óskars Hrafnkelsson skartaði tölvuleikjafígúrunni Kindred á toppnum. Ljósmynd/Aðsend

Rakst á hana á Instagram

Líkt og kemur fram hér að ofan þá fengu þau sér nýlega hjónahúðflúr af Kindred, en það var listamaðurinn Marlena sem hannaði og setti á þau vatnslitahúðflúr af hetjunni í síðustu viku.

Þeim hjónum hafði langað í húðflúr um þó nokkurn tíma áður en Eva rakst á Instagram-aðgang Marlenu en hún hreifst samstundis af listinni hennar og sendi henni skilaboð.

„Litapalletan sem hún vinnur mest með passaði fullkomlega við Kindred-pælinguna okkar og þaðan rúllaði boltinn,“ segir Sigtryggur og fengu þau tíma hjá Marlenu fjórum mánuðum síðar.

Þó að ekkert fleira sé í kortunum hjá þeim tveimur þá segir Eva að það sé aldrei að vita hvað þeim gæti dottið í hug síðar meir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert