Sjá í gegnum veggina

Kortið Nuke er nú í prófunum hjá spilurum leiksins.
Kortið Nuke er nú í prófunum hjá spilurum leiksins. Skjáskot/Valve

Kortið Nuke er nú í prófunum í nýjum leik Counter-Strike 2 en leikurinn kemur á markað fyrir almenning innan tíðar.

Framleiðandi leiksins, Valve, vinnur nú að því að fjarlægja stærstu gallana úr leiknum en spilarar á kortinu lentu margir í því að geta séð í gegnum veggi á einum stað kortsins en svo virðist sem samskeytin sem eitt sinn voru í lagi séu skekkt.

Spilarar geta því séð þegar andstæðingarnir koma upp á svæði sem ber heitið „heaven“ og geta tekið þá út. Það verður fróðlegt að sjá hvort Valve lagi þetta eða hvort þetta geti ógnað spilurum sem spila í heaven næstu vikurnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert