Banna leikmönnum að klæðast Crocs

Crocs úr gulli eru líka bannaðir.
Crocs úr gulli eru líka bannaðir. AFP

Mótshaldarinn ESL sem heldur mörg af stærstu Counter-Strike mótunum hefur gert breytingar á reglubók sinni um klæðaburð keppenda.

Í reglubókinni kemur fram að spilarar skuli ekki klæðast skóm sem eru með opna tá og teljast nú Crocs vera í sama flokki vegna holanna í hönnuninni.

Crocs-skórnir eru orðnir vinsælir á ný eftir nokkur ár af óvinsældum en svo virðist sem ESL vilji ekki að leikmenn mæti í þeim til leiks.

Crocs er nú í sama flokki og aðrir inniskór, stuttbuxur og húfur sem spilarar mega ekki klæðast í mynd og geta leikmenn verið sektaðir ef það kemur fyrir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert