Stjórnar liðinu á stórmótinu

Fyrrverandi rafíþróttamaðurinn NEO tekur tímabundið við sem þjálfari FaZe Clan.
Fyrrverandi rafíþróttamaðurinn NEO tekur tímabundið við sem þjálfari FaZe Clan. Skjáskot/FaZe

Rafíþróttaþjálfarinn NEO hefur verið ráðinn tímabundið til þess að stýra liðinu FaZe Clan á stórmótinu IEM Cologne sem hefst um helgina.

NEO er goðsögn í Counter-Strike senunni en hann lék bæði í Counter-Strike 1.6 og Global Offensive. FaZe Clan hefur verið án þjálfara síðan fyrrverandi þjálfari liðsins, Robert Dahlström steig til hliðar og hætti þjálfun í rafíþróttum. Þetta verður í annað sinn sem NEO gengur til liðs við FaZe en hann lék með liðinu í fjóra mánuði sem fyrirliði árið 2019. 

NEO tekur við sem þjálfari á rafíþróttaliði í fyrsta sinn á ferlinum en hann var atvinnumaður í Counter-Strike frá árinu 2000 til ársins 2022. Verkefnið er gríðarstórt en FaZe Clan er sigurstranglegt fyrir mótið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert